Leita í fréttum mbl.is

Ikea lætur framleiða hijab fyrir "starfskonur"

"When in Rome, do as the Romans do".  Þetta gildir greinilega ekki fyrir múslimakonur þó svo að til þess  sé ætlast  í mörgum  múslima löndum að vestrænar konur  íklæðist  hijab,  til að virða  siði  þess lands sem þær eru staddar í.  Á heimasíðu stæðsta netfyrirtækis sem framleiðir þessar slæður kemur fram að IKEA hefur láti hanna hijab slæður fyrir "starfskonur" sínar.  Er þetta heillavænleg þróun eða hafði Shakespire gamli rétt fyrir sér. Skal sinn siður fylgja landi hverju?

 

Sjá Ikea slæðurnar hér: 

http://www.thehijabshop.com/?press


mbl.is Deilt um höfuðslæður múslímakvenna á danska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum að vera á hærra stigi hérna á vesturlöndum en þau lönd sem skylda konur til þess að ganga með slæður. Við eigum frekar að fordæma það sem fulltrúar frelsis í stað þess að vera hræsnarar (skopmyndamálið var afsakað með frelsi vesturlanda). Að yfirvöld banni slæður er alveg jafn viðbjóðslegur fasismi og þar sem þeim er þvingað yfir konur.

Auðvitað eru dæmi um að þessar konur séu þvingaðar af fjölskyldumeðlimum eða maka til þess að ganga með slæðuna. Hinsvegar eru einnig margar sem kjósa að ganga með slæðuna og það er ekkert réttlæti í því að banna þeim það. Svo er það barnaskapur að heittrúaðar fjölskyldur myndu bara taka þessu þegjandi og leyfa konunum að fara út án slæðu, líklega myndu margar taka upp á því að halda konunum inni allan sólahringinn til þess að vernda heiður þeirra...  Er það skárra?

Geiri (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um Madditt

Svanfríður Lár
Fjallar um eitt og annað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband