Leita í fréttum mbl.is

Sagan af Madditt

Astrid Lindgren er einn af vinsælustu barnabókarrithöfundum 20. aldarinnar. Frá árinu 1945, þegar að fyrsta bókin um Línu langsokk kom út, og til ársins 1997 hefur þessi stórmerkilega kona gefið út 84 bækur sem þýddar hafa verið á ein 76 tungumál.  Astrid Lindgren var kosin Svíi aldarinnar í Svíþjóð árið 1999, en hún lést á heimili sínu þann 28. janúar 2002, 94 ára að aldri.

Það sem einkennir bækur Astrid eru litríkar og mjög svo skemmtilegar persónur. Lína, Emil, Ronja, Karl Blómkvist, Míó litli, Börnin í Ólátagarði og bræðurnir sem ferðuðust til Nangijala eru allt eftirminnilegar persónur úr bernskunni og voru allar rifjaðar upp þegar lesa þurfti fyrir börnin og ég get varla gert upp á milli bóka eða persona en samsvörunin er óneitanlega sterkust við Madditt.

Madditt er að mörgu leiti öðru vísi persóna en aðrar persónur Astrid. Hún er vel gefin og er í skóla. Ævintýri hennar gerast á hversdagslegum stöðum og á eðlilegum tíma.  Þau taka líka á hversdagslegum hlutum annað en gerist hjá Línu langsokk eða Ronju ræningjadóttur. Madditt er þó lík öðrum söguhetjum Astrid að því leiti að hún er ákaflega uppátækjasöm og fær alla til að brosa. Madditt fylgir sannleikanum og er sanngjörn. Hún styður minni máttar og fylgir alltaf sannfæringu sinni. Sagan af Madditt er einfaldlega saga af bráðgáfaðri, skemmtilegri og tilfinningaríkri stúlku sem lætur vita af sér og lætur ekki vaða yfir sig.


Um Madditt

Svanfríður Lár
Fjallar um eitt og annað.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband