Leita í fréttum mbl.is

Fagnaðarlæti í Færeyjum

Til hamingju samkynhneigðir í færeyjum.  Loksins hefur tekist að vekja þingmenn upp frá værum svefni.  Engin ákvæði hafa verið í færeyskum lögum, sem banna mismunum á grundvelli kynhneigðar og hafa allar fyrri tilraunir til að lögfesta slíkt alltaf mistekist.

En nú ætla þeir að breyta lögum og ég er nokkuð viss um að undirskriftalistar íslendinga, ferð Samtakanna 78 til Færeyja í fyrra þegar þar var haldin fyrsta Gay Pride gangan hafi haft sitt að segja.

Framganga Rannveigar Guðmundsdóttur á síðasta þingi Norðurlandaráðs þar sem hún gagnrýndi færeyska stjórnmálamenn í viðbót við pólitískan þrýsting frá hinum norðurlöndunum hefur svo örugglega ráðið úrslitum í þessari skyndilegu hugafarsbreytingu sem loksins er orðin á færeyska lögþinginu.

Hægt er að lesa um færeyjamálin hér:

http://www.samtokin78.is/?PageID=30&NewsID=2341

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um Madditt

Svanfríður Lár
Fjallar um eitt og annað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.