Leita í fréttum mbl.is

Stúlkan frá Stokkseyri

margret

Ég hef sjaldan lokið æfisögu á svo skömmum tíma. Margrét Frímanns hélt fyrir mér vöku þrjár nætur í röð þar sem ég gat ekki sleppt frá mér bókinni hennar. Viðburðarík æskan á Stokkseyri, flókið fjölskyldumynstur, félagsmál, verkalýðsbarátta og pólitík.  Baráttusaga konu sem barðist áfram í pólitík karlaheimsins og fór ekki varhluta af fordómum samstarfsmanna sem augljóslega voru karlkyns í meirihluta. Það er gaman að skyggnast inn í heim stjórnmálanna, heyra sögu Alþýðubandalagsins og tilurð Samfylkingarinnar frá nýjum sjónarhóli.

Margrét er hugsjónamanneskja og berst hart fyrir sínum hugsjónum. Hún er vafalaust einn af okkar merkustu stjórnmálaleiðtogum og ég varð margs vísari eftir lestur bókarinnar. Bókin er opinská, hispurslaus og mjög fróðleg en hún er líka spennandi og skemmtileg. 

Fagnaðarlæti í Færeyjum

Til hamingju samkynhneigðir í færeyjum.  Loksins hefur tekist að vekja þingmenn upp frá værum svefni.  Engin ákvæði hafa verið í færeyskum lögum, sem banna mismunum á grundvelli kynhneigðar og hafa allar fyrri tilraunir til að lögfesta slíkt alltaf mistekist.

En nú ætla þeir að breyta lögum og ég er nokkuð viss um að undirskriftalistar íslendinga, ferð Samtakanna 78 til Færeyja í fyrra þegar þar var haldin fyrsta Gay Pride gangan hafi haft sitt að segja.

Framganga Rannveigar Guðmundsdóttur á síðasta þingi Norðurlandaráðs þar sem hún gagnrýndi færeyska stjórnmálamenn í viðbót við pólitískan þrýsting frá hinum norðurlöndunum hefur svo örugglega ráðið úrslitum í þessari skyndilegu hugafarsbreytingu sem loksins er orðin á færeyska lögþinginu.

Hægt er að lesa um færeyjamálin hér:

http://www.samtokin78.is/?PageID=30&NewsID=2341

 


Af því að þú ert eins og þú ert!

Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi á sitthvorn endan á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. 

Á hverjum degi sótti hún vatn langa leið í uppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu

Svona gekk þetta í tvo ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni

Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera.

Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. “Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott

Gamla konan brosti, “ Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt á meðan engin blóm vaxa á hinum megin götunnar?

Það er vegna þess aðö ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum og þess vegna sáði ég fræum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heim vökvar þú blómin mín.  Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim.  Af því að þú ert eins og þú ert þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna.

Það er eins með okkur manneskjurnar, enginn er gallalaust. En það eru gallarnir og sprungurnar sem gera hvern og einn einstakann.   þess vegna er svo spennandi að kynnast og eyða ævinni saman. Við þurfum bara að læra að taka hverri manneskju eins og hún er og sjá jákvæðu hliðarnar hjá hvort öðru.


Gleðigangan "GayPride"

Nú styttist í hina árlegu Gleðigöngu og má með sanni segja að samkynhneigðir muni ganga glaðir og stoltir með nýjum lögum niður Laugaveginn í ár.

Ég ætla að taka þátt í göngunni og gleðjast, en ég ætla líka að hafa í huga að Þjóðkirkjan og biskub halda fast í sitt og stóðu í vegi fyrir því að önnur trúfélög mættu gefa saman samkynhneigða.  Enda er ég og mín fjölskylda þegar búin að skrá okkur úr þjóðkirkjunni og tilheyrum nú Fríkirkjunni í Reykjavík.

 Ég ætla líka að hafa í huga að í grunnskólum landsins ríkir algjör þögn um samkynhneigð og unglingar sem eru að átta sig á kynhneigð sinni, gera það án fræðslu. Já, í skólanum er tabú ef þú átt samkynhneigða mömmu eða pabba, tvær mömmur eða tvo pabba og þessu verður að breyta.


27. júní stór dagur í lífi samkynhneigðra á Íslandi!

Þann 27. júní n.k. munu lög sem lagfæra réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi taka gildi. Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi 2. júní og voru lögin samþykkt með 41 atkvæði. Enginn greiddi atkvæði á móti og enginn sat hjá en 22 þingmenn voru fjarverandi.  Lögin taka svo gildi á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra, 27 júní, en dagurinn sá er kenndur er við átökin í Christopher Street fyrir 37 árum.

Með þessari lagasetningu skipar Ísland sér í fremstu röð ríkja í heiminum hvað varðar mannréttindi lesbía og homma.


« Fyrri síða

Um Madditt

Svanfríður Lár
Fjallar um eitt og annað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband