Leita í fréttum mbl.is

Svanfríður Lár

Á því herrans ári 1963 var John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna skotin í Dallas. Það ár hélt Martin Luther King hina ógleymanlegu ræðu "I have a dream". Víetnamstríðið var í algleymingi. Bítlarnir orðnir frægir og Rolling Stones voru farnir að gera það gott. John XXIII páfi dó og Páll VI tók við af honum. Kenya fékk sjálfstæði og 32 Afríkulönd stofnuðu með sér bandalag. Þetta sama ár fæddist ég í heiminn. Síðan eru liðin mörg ár!

1988 gekk ég til liðs við Junior Chamber Ísland og sótti námskeið á vegum hreyfingarinnar m.a. í Evrópu, bandaríkjunum og Japan. Ég hef sinnt ýmsum embættum, var m.a. landsforseti 1998. Ég hef leiðbeint á námskeiðum JCI frá 1990 og hef m.a. hin síðari ár leiðbeint hjá ýmsum fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum. Árið 1999 var ég framkvæmdastjóri alþjóðlegrar unglingaráðstefnu "Rounding the Cape" sem skipulögð var af JCI í samstarfi við ÍTR, Götusmiðjuna og Umboðsmann barna.

Ég hef verið félagi í Samtökunum 78 og KMK síðan 2000 og leiddi m.a. um tíma hóp samkynhneigðra foreldra. Ég var í forsvari fyrir KMK eitt ár og er á þessur ári varaformaður Samtakanna 78. Ég hef tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga ásamt börnunum mínum öll árin sem hún hefur verið genginn.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Svanfríður Anna Lárusdóttir

Um Madditt

Svanfríður Lár
Fjallar um eitt og annað.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.