Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Starfsheitið skiptir öllu máli!

mom-baby-work

Ég fékk þessa frábæru frásögn senda frá frænku í ameríkunni og bara varð að snara henni yfir á íslenskuna þar sem sagan er verulega góð að mínu mati.

Ung kona var að endurnýja ökuskirteinið sitt á lögreglustöðinni og þjónustufulltrúinn spyr hana um starfsheiti. Konan hikar, óviss um hvernig hún eigi að skilgreina starfsheiti sitt. Þjónustufulltrúin spyr aftur: "Ertu með starfsheiti eða ertu bara…?  "Aðvitað hef ég starf segir konan þá, ég er móðir".  Við skráum nú það ekki sem starfsheiti en ég get svo sem sett, 'húsmóðir' sagði þjónustufulltrúinn og það vottaði fyrir samúð í röddinni. 

Nokkrum vikum seinna var sama kona í svipaðri aðstöðu en núna á bæjarskrifstofunni.  Fulltrúinn, greinilega "career" kona spyr um starfsheiti.  Eitthvað fékk ungu konuna til að svara snögg að bragði,   "Ég er verkefnastjóri á sviði uppeldis- og mannlegra samskipta."   Fulltrúin hikaði eins og hún hefði ekki heyrt titilinn og konan endurtók hægt og rólega.  Fulltrúin skrifaði tiltilinn og einhvernvegin breyttist viðmótið á örstundu.  "Mætti ég spyrja þig hvað þú gerir í starfi þínu", sagði hún greinilega með nýjum áhuga.


Yfirveguð svaraði unga konan að bragði; "Ég stunda langtíma rannsóknir á mínu sviði (Hvaða móðir gerir það ekki?) bæði innan rannsóknarstofunnar og á vettvangi, (venjulega kallað bæði inni og úti).  Ég hef þegar fengið fjórar viðurkenningar fyrir störf mín (s.s. fjórar dætur).  Þetta starf er eitt af þeim mest krefjandi á mannúðarsviði (Er einhver mamma ósammála?).Vinnudagurinn hjá mér fer aldrei niður fyrir 14 tíma (24 tímar eru nær því).Starfið mitt er mun meira krefjandi en flest störf á sviði viðskipta en launin eru ánægja meira en fjárhagsleg. Einhver ný virðing var í rödd fulltrúans, hún kláraði að fylla út skjalið og stóð svo upp og fylgdi ungu konunni að dyrunum, opnaði þær fyrir hana og kvaddi.


Þegar konan ók inn innkeyrsluna heima hjá sér uppveðruð af þessum nýja heillandi "career" fögnuðu henni við heimkomuna þrír aðstoðamenn verkefnisins þ.e. á aldrinum 13, 7 og 3ja ára.  Uppi á efri hæðinni heyrðist í nýjasta tilraunamódelinu (6 mánaða) í verkefninu.
Henni leið eins og hún hefði skorað stórt í skriffinnskuveldi kerfisins og var nú skráð innan kerfisins mun virðulegri en "bara ein mamman enn".
Móðurhlutverkið! Þvílíkur ferill og sérstaklega þegar svona virðulegur titill er komin á skrifstofuhurðina (útidyrnar).

Hér vinnur:

Jóna Jónsdóttir

Verkefnastjóri á sviði uppeldis- og mannlegra samskipta.


Fagnaðarlæti í Færeyjum

Til hamingju samkynhneigðir í færeyjum.  Loksins hefur tekist að vekja þingmenn upp frá værum svefni.  Engin ákvæði hafa verið í færeyskum lögum, sem banna mismunum á grundvelli kynhneigðar og hafa allar fyrri tilraunir til að lögfesta slíkt alltaf mistekist.

En nú ætla þeir að breyta lögum og ég er nokkuð viss um að undirskriftalistar íslendinga, ferð Samtakanna 78 til Færeyja í fyrra þegar þar var haldin fyrsta Gay Pride gangan hafi haft sitt að segja.

Framganga Rannveigar Guðmundsdóttur á síðasta þingi Norðurlandaráðs þar sem hún gagnrýndi færeyska stjórnmálamenn í viðbót við pólitískan þrýsting frá hinum norðurlöndunum hefur svo örugglega ráðið úrslitum í þessari skyndilegu hugafarsbreytingu sem loksins er orðin á færeyska lögþinginu.

Hægt er að lesa um færeyjamálin hér:

http://www.samtokin78.is/?PageID=30&NewsID=2341

 


Um Madditt

Svanfríður Lár
Fjallar um eitt og annað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband