21.6.2006 | 17:18
27. júní stór dagur í lífi samkynhneigðra á Íslandi!
Þann 27. júní n.k. munu lög sem lagfæra réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi taka gildi. Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi 2. júní og voru lögin samþykkt með 41 atkvæði. Enginn greiddi atkvæði á móti og enginn sat hjá en 22 þingmenn voru fjarverandi. Lögin taka svo gildi á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra, 27 júní, en dagurinn sá er kenndur er við átökin í Christopher Street fyrir 37 árum.
Með þessari lagasetningu skipar Ísland sér í fremstu röð ríkja í heiminum hvað varðar mannréttindi lesbía og homma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.7.2006 kl. 17:01 | Facebook
Tenglar
Innlendir
Erlendir
- ILGA
- 365 GAY
- IGLHRC The International Gay and Lesbian Human Rights Commission
- Rainbow Network
- Gay Politics and Law
- GALA Suður - Afríka
- Children with LGBT parents
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.