Leita í fréttum mbl.is

Hjónaband eða ekki!

Jæja, mér finnst vera komin tími til að víkja frá skrifum um myndun ríkisstjórnar þetta er í flottum farvegi hvort sem er og ég þegar búin að gera mínar getgátur að því hverjir verða ráðherrar.

Rétt fyrir kosningar stýrði ég fundi fyrir Samtök 78 þar sem fulltrúar allra flokka tjáðu sig um málefni samkynhneigðra. Þar kom fram eins og áður hefur komið fram að fullur vilji er hjá öllum flokkum til þess að veita trúfélögum heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Fulltrúar allra flokka studdu þá hugmynd að Alþingi tæki af skarið og veitti slíka heimild.  Þetta eru mál sem þarf verulega að skoða á komandi kjörtímabili.

Á nýafstaðinni prestastefnu kom fram að 42 prestar og guðfræðingar innan þjóðkirkjunnar lýstu sig opinberlega tilbúna til að gefa samkynhneigða í hjónaband.  Það fjölgar í þessum hópi sem betur fer en á sama tíma fækkar okkur sem áður fylgdum þjóðkirkjunni að málum.  Mörg okkar erum búin að fá upp í kok og höfum sagt skilið við Biskup og kirkjuna þá ekki hafi trúin orðið þar eftir.

Nú nýverið heyrði ég af konu sem leitaði til síns prests með ráð þar sem hún hafði tekið þá ákvörðun að skilja við manninn sinn og upplifa sannleikann um sjálfa sig. þ.e. eins og kallað er að koma út úr skápnum. Klerksins ráð voru þau að bæla ÞESSAR tilfinningar áfram og halda sig í hjónabandinu. S.s. lifa áfram í falshjónabandi og ljúga að mönnum en ekki guði því hann sér allt!  Það er 2007, hvað er að og hvurs lags ráð eru þetta?  Er hægt að sækja sálarþjónustu til sjálfskipaðra þjóna Guðs sem túlka umburðarlyndi hans á þennan hátt?

Nei, eftir mörg ár í voninni um breyttar áherslur kirkjunnar þá segi ég, sínum ekki biðlund lengur og látum ekki þjóðkirkjuna ráða ferðinni hjá öðrum trúfélögum.  Þau eiga að fá að ráða sjálf og það sem meira er: Löggjöfina til lögjafavaldsins.  Hjónabandið til sýslumanns og megi kirkjan svo blessa okkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um Madditt

Svanfríður Lár
Fjallar um eitt og annað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.