22.5.2007 | 17:03
Hjónaband eða ekki!
Jæja, mér finnst vera komin tími til að víkja frá skrifum um myndun ríkisstjórnar þetta er í flottum farvegi hvort sem er og ég þegar búin að gera mínar getgátur að því hverjir verða ráðherrar.
Rétt fyrir kosningar stýrði ég fundi fyrir Samtök 78 þar sem fulltrúar allra flokka tjáðu sig um málefni samkynhneigðra. Þar kom fram eins og áður hefur komið fram að fullur vilji er hjá öllum flokkum til þess að veita trúfélögum heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Fulltrúar allra flokka studdu þá hugmynd að Alþingi tæki af skarið og veitti slíka heimild. Þetta eru mál sem þarf verulega að skoða á komandi kjörtímabili.
Á nýafstaðinni prestastefnu kom fram að 42 prestar og guðfræðingar innan þjóðkirkjunnar lýstu sig opinberlega tilbúna til að gefa samkynhneigða í hjónaband. Það fjölgar í þessum hópi sem betur fer en á sama tíma fækkar okkur sem áður fylgdum þjóðkirkjunni að málum. Mörg okkar erum búin að fá upp í kok og höfum sagt skilið við Biskup og kirkjuna þá ekki hafi trúin orðið þar eftir.
Nú nýverið heyrði ég af konu sem leitaði til síns prests með ráð þar sem hún hafði tekið þá ákvörðun að skilja við manninn sinn og upplifa sannleikann um sjálfa sig. þ.e. eins og kallað er að koma út úr skápnum. Klerksins ráð voru þau að bæla ÞESSAR tilfinningar áfram og halda sig í hjónabandinu. S.s. lifa áfram í falshjónabandi og ljúga að mönnum en ekki guði því hann sér allt! Það er 2007, hvað er að og hvurs lags ráð eru þetta? Er hægt að sækja sálarþjónustu til sjálfskipaðra þjóna Guðs sem túlka umburðarlyndi hans á þennan hátt?
Nei, eftir mörg ár í voninni um breyttar áherslur kirkjunnar þá segi ég, sínum ekki biðlund lengur og látum ekki þjóðkirkjuna ráða ferðinni hjá öðrum trúfélögum. Þau eiga að fá að ráða sjálf og það sem meira er: Löggjöfina til lögjafavaldsins. Hjónabandið til sýslumanns og megi kirkjan svo blessa okkur öll.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Af mbl.is
Innlent
- Enginn vissi hvað þetta var
- Stefnir í eitt mesta góðviðrisárið
- Eldur kviknaði á Fiskislóð
- Einn vann 2,5 milljónir króna
- Festist í Hveragerði eftir bjórhátíð
- Æfðu viðbrögð við flugslysi í Reykjavík
- Talning sýnir fá alvarleg slys á Höfðabakka
- Ferðamenn sáust pota í sel
- Andlitið tók skellinn
- Ung börn utan skóla í tvö ár: Grafalvarleg staða
- Frumvarp um símanotkun til umsagnar
- Slökkvilið kallað til vegna alelda bíls
- Hrindir af stað söfnun á eigin spýtur
- Hanna Katrín lætur sig víða vanta
- Fylgjast með Outlaws og Bandidos
Erlent
- Ísrael hafi samþykkt fyrsta áfanga brottflutnings
- Segir friðarsamkomulag í augsýn
- Það var komið fram við okkur eins og dýr
- Heitir því að afvopna Hamas
- Að öllum líkindum fyrsti kvenkyns forsætisráðherra
- Flokkur fyrrum forsætisráðherra bar sigur úr býtum
- Fulltrúar Hamas og Ísrael funda í Kaíró
- Rússar herða árásir á lestarkerfi Úkraínu
- Trump: Ég mun ekki líða neinar tafir
- 137 aðgerðarsinnar fluttir til Tyrklands
- Vikið frá störfum í kjölfar ásakana um misnotkun
- Fólk ætti ekki að mótmæla til stuðnings Palestínu
- 30 særðust í árás á lestarstöð
- Barátta sem við eigum hvern einasta dag
- Tveir látnir eftir skotárás í Frakklandi
Tenglar
Innlendir
Erlendir
- ILGA
- 365 GAY
- IGLHRC The International Gay and Lesbian Human Rights Commission
- Rainbow Network
- Gay Politics and Law
- GALA Suður - Afríka
- Children with LGBT parents
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.