31.7.2006 | 14:48
Gleðigangan "GayPride"
Nú styttist í hina árlegu Gleðigöngu og má með sanni segja að samkynhneigðir muni ganga glaðir og stoltir með nýjum lögum niður Laugaveginn í ár.
Ég ætla að taka þátt í göngunni og gleðjast, en ég ætla líka að hafa í huga að Þjóðkirkjan og biskub halda fast í sitt og stóðu í vegi fyrir því að önnur trúfélög mættu gefa saman samkynhneigða. Enda er ég og mín fjölskylda þegar búin að skrá okkur úr þjóðkirkjunni og tilheyrum nú Fríkirkjunni í Reykjavík.
Ég ætla líka að hafa í huga að í grunnskólum landsins ríkir algjör þögn um samkynhneigð og unglingar sem eru að átta sig á kynhneigð sinni, gera það án fræðslu. Já, í skólanum er tabú ef þú átt samkynhneigða mömmu eða pabba, tvær mömmur eða tvo pabba og þessu verður að breyta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Tenglar
Innlendir
Erlendir
- ILGA
- 365 GAY
- IGLHRC The International Gay and Lesbian Human Rights Commission
- Rainbow Network
- Gay Politics and Law
- GALA Suður - Afríka
- Children with LGBT parents
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.