9.8.2006 | 15:52
Af því að þú ert eins og þú ert!
Á hverjum degi sótti hún vatn langa leið í uppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu
Svona gekk þetta í tvo ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni
Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera.
Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott
Gamla konan brosti, Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt á meðan engin blóm vaxa á hinum megin götunnar?
Það er vegna þess aðö ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum og þess vegna sáði ég fræum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heim vökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim. Af því að þú ert eins og þú ert þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna.
Það er eins með okkur manneskjurnar, enginn er gallalaust. En það eru gallarnir og sprungurnar sem gera hvern og einn einstakann. þess vegna er svo spennandi að kynnast og eyða ævinni saman. Við þurfum bara að læra að taka hverri manneskju eins og hún er og sjá jákvæðu hliðarnar hjá hvort öðru.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2006 kl. 14:45 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Af mbl.is
Innlent
- Við erum bara á tánum
- Framteljendur skili sem fyrst
- Ekki alvarlega slasaður
- Gríðarlegar breytingar á öryggismálum
- Gagnrýnin er í raun að beinast að röngum aðila
- Þá verð ég Borgarleikhússtjóri allra
- Starfsfólki sendiráðsins í Moskvu var ógnað
- Vilja einkaaðila en skoða aðra möguleika
- Ráðherra ber að gæta sín umfram aðra
- Gleðin var við stýrið alla ferðina
Erlent
- Flóð í kjölfar mikillar rigningar á Ítalíu
- Segir Pútín reyna að tefja fyrir vopnahléi
- Að horfa á náttúruna getur dregið úr verkjum
- Skipstjórinn ákærður fyrir manndráp
- Samstiga gegn Trump
- Um tíu milljónir söfnuðust
- Rússar sekir um stríðsglæpi: Mannshvörf og pyntingar
- Carney tekinn við
- Eitt mesta tónskáld 20. aldar látið
- Hvíta húsið vill að herinn geri Panamaplan
Viðskipti
- Ljúka sölu á eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka
- Greencore ásælist Bakkavör
- Forvitnin réði för
- Samkeppniseftirlitið þurfi að heimila öll viðskipti
- Genís breytir um kúrs: Þremur sagt upp
- Fréttaskýring: Fá kjósendur það sem þeir eiga skilið?
- Kaflaskil í baráttu við verðbólguna
- Spá 25 punkta lækkun stýrivaxta
- Nýfjárfesting hefur ekki verið næg
- Markaðir titra í kjölfar ákvörðunar Trumps
Tenglar
Innlendir
Erlendir
- ILGA
- 365 GAY
- IGLHRC The International Gay and Lesbian Human Rights Commission
- Rainbow Network
- Gay Politics and Law
- GALA Suður - Afríka
- Children with LGBT parents
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.