18.9.2007 | 00:04
Veðramót
Ég fór að sjá myndina hennar Guðnýar Halldórsdóttur um helgina. Fyrst ætla ég að segja að tónlistin í myndinni er alveg frábær og Ragga Gísla er að sína að hún er frábær tónlistarmaður. Efni sem þessu er ákaflega erfitt að gera góð skil en Guðný fer vel með þetta og það má með sanni segja að það taki nokkurn tíma að jafna sig af geðshræringu eftir áhorfið. Þó finnst mér myndin langdregin framan af og lengi að komast í gang. Leikararnir allir standa sig vel þó finnst mér stundum eins og það sé verið að ofleika. Etv. er það handritinu að kenna eða þá að myndin er klippt einhvern vegin örðuvísi en ég á að venjast. En alla vega í það heila, góð mynd sem greip mig með sér eftir hlé.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Tenglar
Innlendir
Erlendir
- ILGA
- 365 GAY
- IGLHRC The International Gay and Lesbian Human Rights Commission
- Rainbow Network
- Gay Politics and Law
- GALA Suður - Afríka
- Children with LGBT parents
Athugasemdir
Blessuð, þú hefur gert það sama og ég og er ég í mestu sammála þér. Reyndar var ég mest sjokkeruð yfir hversu undirförul og veik á sálinni hún Dísa var, skil ekki mannvonskuna í henni. En þá var nú sagt við mig, magga mín, ekki vera svona saklaus, það er til fullt af svona fólki.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.