3.10.2007 | 10:59
Gaman í Þjóðleikhúsinu.
Sá nýverið tvö leikverk í Þjóðleikhúsinu. Annars vegar Óhapp eftir Bjarna Jónsson. Mjög óvenjulegt drama sem gerist á heimili ungra hjóna og er um leið stúdíó í sjónvarpssal. Rosalega sérstök og skemmtileg sýning þar sem lífið er í beinni útsendingu. Nokkurskonar raunveruleikasjónvarp á sviðinu. Frábær sýning og fantagóður leikur. Mæli með þessari.
Ég sá líka Hálsfesti Helenu þar sem Edda Arnljótsdóttir leikur aðalhlutverkið. Verkið gerist á götum stórborgar í austurlöndum nær. Ég var ekki eins hrifin af þessari sýningu. Náði einhvernvegin ekki til mín. Ég veit þó að hún hefur fengið góða dóma. Alla vega mér fannst þetta ekki nógu sannfærandi. Samt fannst mér leikararnir standa sig mjög vel. Það var bara eitthvað sem ekki gekk upp að mínu mati.
Næst ætla ég að sjá Hamskiptin eftir Franz Kafka. Ég heyrði á vinum að sú sýning sé alveg frábær. Sjáumst í leikhúsinu.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Tenglar
Innlendir
Erlendir
- ILGA
- 365 GAY
- IGLHRC The International Gay and Lesbian Human Rights Commission
- Rainbow Network
- Gay Politics and Law
- GALA Suður - Afríka
- Children with LGBT parents
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.