31.10.2007 | 14:29
Af kattarþvotti og öfgamönnum.
Á bls. 16 í 24 stundum er fróðlegur pistill eftir Óla Gneista Sóleyjarson um ný útkomna biblíu ríkiskirkjunnar. Ég hef nú tekið þá afstöðu hingað til að þegja þunnu hljóði í þessari orrahríð öfgamanna og frjálslyndari trúmanna á hinn bóginn. Þó hef ég ekki komist hjá því að heyra í fjölmiðlum eitt og annað skondið og skemmtilegt um breyttar meiningar og textafölsun. Hæst ber þar umræðuna um fyrra korintubréf Páls postula og fordæmingu hans á samkynhneigðum karlmönnum.
Þar deila menn um hvort Páll hafi skrifað af guðdómlegri innspýtingu eða hvort hann hafi einfaldlega verið einn af þessum sjálfskipuðu öfgamönnum þess tíma. minna tala sömu menn um nýja testamentið og undarleg orð Jesú. Óli Gneisti tekur tvö dæmi í pistli sínum, annars vegar matteusarguðspjall þar sem jesús sagðist ekki færa frið heldur sverð og í Lúkasarguðspjalli tók hann fram að fólk þyrfti að hata foreldra sína til að geta fylgt honum.
Já það er margt af mörgu í blessaðri biblíunni og nú reyna nútímalegir framsýnir menn að staðfæra guðspjöllin og sápuþvo til að við nútímafólk höldum trúnni... Ég er mikið sammála Óla Gneista og hvet mína til að lesa pistilinn atarna. Hann er góður og eins og ég hef alltaf spurt: Hverjir skrifuðu Biblíuna? Alla vega ekki drottinn sjálfur. Og hvergi er skjalfært að hann hafi valið til þess hóp öfgamanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Innlendir
Erlendir
- ILGA
- 365 GAY
- IGLHRC The International Gay and Lesbian Human Rights Commission
- Rainbow Network
- Gay Politics and Law
- GALA Suður - Afríka
- Children with LGBT parents
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.