Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.10.2007 | 14:29
Af kattarþvotti og öfgamönnum.
Á bls. 16 í 24 stundum er fróðlegur pistill eftir Óla Gneista Sóleyjarson um ný útkomna biblíu ríkiskirkjunnar. Ég hef nú tekið þá afstöðu hingað til að þegja þunnu hljóði í þessari orrahríð öfgamanna og frjálslyndari trúmanna á hinn bóginn. Þó hef ég ekki komist hjá því að heyra í fjölmiðlum eitt og annað skondið og skemmtilegt um breyttar meiningar og textafölsun. Hæst ber þar umræðuna um fyrra korintubréf Páls postula og fordæmingu hans á samkynhneigðum karlmönnum.
Þar deila menn um hvort Páll hafi skrifað af guðdómlegri innspýtingu eða hvort hann hafi einfaldlega verið einn af þessum sjálfskipuðu öfgamönnum þess tíma. minna tala sömu menn um nýja testamentið og undarleg orð Jesú. Óli Gneisti tekur tvö dæmi í pistli sínum, annars vegar matteusarguðspjall þar sem jesús sagðist ekki færa frið heldur sverð og í Lúkasarguðspjalli tók hann fram að fólk þyrfti að hata foreldra sína til að geta fylgt honum.
Já það er margt af mörgu í blessaðri biblíunni og nú reyna nútímalegir framsýnir menn að staðfæra guðspjöllin og sápuþvo til að við nútímafólk höldum trúnni... Ég er mikið sammála Óla Gneista og hvet mína til að lesa pistilinn atarna. Hann er góður og eins og ég hef alltaf spurt: Hverjir skrifuðu Biblíuna? Alla vega ekki drottinn sjálfur. Og hvergi er skjalfært að hann hafi valið til þess hóp öfgamanna.
5.6.2007 | 18:44
Ikea lætur framleiða hijab fyrir "starfskonur"
"When in Rome, do as the Romans do". Þetta gildir greinilega ekki fyrir múslimakonur þó svo að til þess sé ætlast í mörgum múslima löndum að vestrænar konur íklæðist hijab, til að virða siði þess lands sem þær eru staddar í. Á heimasíðu stæðsta netfyrirtækis sem framleiðir þessar slæður kemur fram að IKEA hefur láti hanna hijab slæður fyrir "starfskonur" sínar. Er þetta heillavænleg þróun eða hafði Shakespire gamli rétt fyrir sér. Skal sinn siður fylgja landi hverju?
Sjá Ikea slæðurnar hér:
http://www.thehijabshop.com/?press
Deilt um höfuðslæður múslímakvenna á danska þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2007 | 20:05
Tinky Winky og handtaskan
Þetta er auðvitað bara fyndið. Nú má aumingja Tinky hinn fjólublái ekki bera handtösku. Það er svo hommalegt. Í yfirlýsingu frá pólska umboðsmanni barna segir að talið sé að Tinky sé karlkyns. Hvernig er hægt að vera hvorukyns hommi?
Ég þarf endilega að rifja upp með mömmu hvaða leikföng ég lék með þegar ég var stelpa. Nema kanski það sé Rannveigu og Krumma að þakka að ég er samkynhneigð...hummm..
Þetta er svo sem ekki ný hugmynd hér er margra ára gömul frétt á BBC News sem Frú Sowinska hefur örugglega rekist á:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment/276677.stm
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.5.2007 | 13:43
Hvaða öld er í Moskvu?
þeir telja sig til vestrænna þjóða. Ekki nóg með að
mótmælafundurinn hafi verið bannaður, heldur er grimd lögreglunnar
óhugguleg. Þetta hér er talandi dæmi um fávísa og illa uppfrædda
þjóð.
Þingmenn handteknir á baráttufundi samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2007 | 17:03
Hjónaband eða ekki!
Jæja, mér finnst vera komin tími til að víkja frá skrifum um myndun ríkisstjórnar þetta er í flottum farvegi hvort sem er og ég þegar búin að gera mínar getgátur að því hverjir verða ráðherrar.
Rétt fyrir kosningar stýrði ég fundi fyrir Samtök 78 þar sem fulltrúar allra flokka tjáðu sig um málefni samkynhneigðra. Þar kom fram eins og áður hefur komið fram að fullur vilji er hjá öllum flokkum til þess að veita trúfélögum heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Fulltrúar allra flokka studdu þá hugmynd að Alþingi tæki af skarið og veitti slíka heimild. Þetta eru mál sem þarf verulega að skoða á komandi kjörtímabili.
Á nýafstaðinni prestastefnu kom fram að 42 prestar og guðfræðingar innan þjóðkirkjunnar lýstu sig opinberlega tilbúna til að gefa samkynhneigða í hjónaband. Það fjölgar í þessum hópi sem betur fer en á sama tíma fækkar okkur sem áður fylgdum þjóðkirkjunni að málum. Mörg okkar erum búin að fá upp í kok og höfum sagt skilið við Biskup og kirkjuna þá ekki hafi trúin orðið þar eftir.
Nú nýverið heyrði ég af konu sem leitaði til síns prests með ráð þar sem hún hafði tekið þá ákvörðun að skilja við manninn sinn og upplifa sannleikann um sjálfa sig. þ.e. eins og kallað er að koma út úr skápnum. Klerksins ráð voru þau að bæla ÞESSAR tilfinningar áfram og halda sig í hjónabandinu. S.s. lifa áfram í falshjónabandi og ljúga að mönnum en ekki guði því hann sér allt! Það er 2007, hvað er að og hvurs lags ráð eru þetta? Er hægt að sækja sálarþjónustu til sjálfskipaðra þjóna Guðs sem túlka umburðarlyndi hans á þennan hátt?
Nei, eftir mörg ár í voninni um breyttar áherslur kirkjunnar þá segi ég, sínum ekki biðlund lengur og látum ekki þjóðkirkjuna ráða ferðinni hjá öðrum trúfélögum. Þau eiga að fá að ráða sjálf og það sem meira er: Löggjöfina til lögjafavaldsins. Hjónabandið til sýslumanns og megi kirkjan svo blessa okkur öll.
13.12.2006 | 14:40
Fagnaðarlæti í Færeyjum
Til hamingju samkynhneigðir í færeyjum. Loksins hefur tekist að vekja þingmenn upp frá værum svefni. Engin ákvæði hafa verið í færeyskum lögum, sem banna mismunum á grundvelli kynhneigðar og hafa allar fyrri tilraunir til að lögfesta slíkt alltaf mistekist.
En nú ætla þeir að breyta lögum og ég er nokkuð viss um að undirskriftalistar íslendinga, ferð Samtakanna 78 til Færeyja í fyrra þegar þar var haldin fyrsta Gay Pride gangan hafi haft sitt að segja.
Framganga Rannveigar Guðmundsdóttur á síðasta þingi Norðurlandaráðs þar sem hún gagnrýndi færeyska stjórnmálamenn í viðbót við pólitískan þrýsting frá hinum norðurlöndunum hefur svo örugglega ráðið úrslitum í þessari skyndilegu hugafarsbreytingu sem loksins er orðin á færeyska lögþinginu.
Hægt er að lesa um færeyjamálin hér:
http://www.samtokin78.is/?PageID=30&NewsID=2341
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2006 | 15:52
Af því að þú ert eins og þú ert!
Á hverjum degi sótti hún vatn langa leið í uppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu
Svona gekk þetta í tvo ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni
Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera.
Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott
Gamla konan brosti, Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt á meðan engin blóm vaxa á hinum megin götunnar?
Það er vegna þess aðö ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum og þess vegna sáði ég fræum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heim vökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim. Af því að þú ert eins og þú ert þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna.
Það er eins með okkur manneskjurnar, enginn er gallalaust. En það eru gallarnir og sprungurnar sem gera hvern og einn einstakann. þess vegna er svo spennandi að kynnast og eyða ævinni saman. Við þurfum bara að læra að taka hverri manneskju eins og hún er og sjá jákvæðu hliðarnar hjá hvort öðru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2006 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2006 | 14:48
Gleðigangan "GayPride"
Nú styttist í hina árlegu Gleðigöngu og má með sanni segja að samkynhneigðir muni ganga glaðir og stoltir með nýjum lögum niður Laugaveginn í ár.
Ég ætla að taka þátt í göngunni og gleðjast, en ég ætla líka að hafa í huga að Þjóðkirkjan og biskub halda fast í sitt og stóðu í vegi fyrir því að önnur trúfélög mættu gefa saman samkynhneigða. Enda er ég og mín fjölskylda þegar búin að skrá okkur úr þjóðkirkjunni og tilheyrum nú Fríkirkjunni í Reykjavík.
Ég ætla líka að hafa í huga að í grunnskólum landsins ríkir algjör þögn um samkynhneigð og unglingar sem eru að átta sig á kynhneigð sinni, gera það án fræðslu. Já, í skólanum er tabú ef þú átt samkynhneigða mömmu eða pabba, tvær mömmur eða tvo pabba og þessu verður að breyta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 17:18
27. júní stór dagur í lífi samkynhneigðra á Íslandi!
Þann 27. júní n.k. munu lög sem lagfæra réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi taka gildi. Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi 2. júní og voru lögin samþykkt með 41 atkvæði. Enginn greiddi atkvæði á móti og enginn sat hjá en 22 þingmenn voru fjarverandi. Lögin taka svo gildi á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra, 27 júní, en dagurinn sá er kenndur er við átökin í Christopher Street fyrir 37 árum.
Með þessari lagasetningu skipar Ísland sér í fremstu röð ríkja í heiminum hvað varðar mannréttindi lesbía og homma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.7.2006 kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Innlendir
Erlendir
- ILGA
- 365 GAY
- IGLHRC The International Gay and Lesbian Human Rights Commission
- Rainbow Network
- Gay Politics and Law
- GALA Suður - Afríka
- Children with LGBT parents