Leita í fréttum mbl.is

Af kattarþvotti og öfgamönnum.

Á bls. 16 í 24 stundum er fróðlegur pistill eftir Óla Gneista Sóleyjarson um ný útkomna biblíu ríkiskirkjunnar.  Ég hef nú tekið þá afstöðu hingað til að þegja þunnu hljóði í þessari orrahríð öfgamanna og frjálslyndari trúmanna á hinn bóginn. Þó hef ég ekki komist hjá því að heyra í fjölmiðlum eitt og annað skondið og skemmtilegt um breyttar meiningar og textafölsun.  Hæst ber þar umræðuna um fyrra korintubréf Páls postula og fordæmingu hans á samkynhneigðum karlmönnum.

Þar deila menn um hvort Páll hafi skrifað af guðdómlegri innspýtingu eða hvort hann hafi einfaldlega verið einn af þessum sjálfskipuðu öfgamönnum þess tíma.  minna tala sömu menn um nýja testamentið og undarleg orð Jesú.  Óli Gneisti tekur tvö dæmi í pistli sínum, annars vegar matteusarguðspjall þar sem jesús sagðist ekki færa frið heldur sverð og í Lúkasarguðspjalli tók hann fram að fólk þyrfti að hata foreldra sína til að geta fylgt honum.

Já það er margt af mörgu í blessaðri biblíunni og nú reyna nútímalegir framsýnir menn að staðfæra guðspjöllin og sápuþvo til að við nútímafólk höldum trúnni...   Ég er mikið sammála Óla Gneista og hvet mína til að lesa pistilinn atarna. Hann er góður og eins og ég hef alltaf spurt: Hverjir skrifuðu Biblíuna? Alla vega ekki drottinn sjálfur. Og hvergi er skjalfært að hann hafi valið til þess hóp öfgamanna. 


Gaman í Þjóðleikhúsinu.

Sá nýverið tvö leikverk í Þjóðleikhúsinu. Annars vegar Óhapp eftir Bjarna Jónsson. Mjög óvenjulegt drama sem gerist á heimili ungra hjóna og er um leið stúdíó í sjónvarpssal. Rosalega sérstök og skemmtileg sýning þar sem lífið er í beinni útsendingu. Nokkurskonar raunveruleikasjónvarp á sviðinu.  Frábær sýning og fantagóður leikur. Mæli með þessari.

Ég sá líka Hálsfesti Helenu þar sem Edda Arnljótsdóttir leikur aðalhlutverkið.  Verkið gerist á götum stórborgar í austurlöndum nær.  Ég var ekki eins hrifin af þessari sýningu.  Náði einhvernvegin ekki til mín. Ég veit þó að hún hefur fengið góða dóma. Alla vega mér fannst þetta ekki nógu sannfærandi.  Samt fannst mér leikararnir standa sig mjög vel.  Það var bara eitthvað sem ekki gekk upp að mínu mati.

Næst ætla ég að sjá Hamskiptin eftir Franz Kafka. Ég heyrði á vinum að sú sýning sé alveg frábær.  Sjáumst í leikhúsinu.


Veðramót

Ég fór að sjá myndina hennar Guðnýar Halldórsdóttur um helgina.  Fyrst ætla ég að segja að tónlistin í myndinni er alveg frábær og Ragga Gísla er að sína að hún er frábær tónlistarmaður.  Efni sem þessu er ákaflega erfitt að gera góð skil en Guðný fer vel með þetta og það má með sanni segja að það taki nokkurn tíma að jafna sig af geðshræringu eftir áhorfið.  Þó finnst mér myndin langdregin framan af og lengi að komast í gang.  Leikararnir allir standa sig vel þó finnst mér stundum eins og það sé verið að ofleika. Etv. er það handritinu að kenna eða þá að myndin er klippt einhvern vegin örðuvísi en ég á að venjast.  En alla vega í það heila, góð mynd sem greip mig með sér eftir hlé. 

Ikea lætur framleiða hijab fyrir "starfskonur"

"When in Rome, do as the Romans do".  Þetta gildir greinilega ekki fyrir múslimakonur þó svo að til þess  sé ætlast  í mörgum  múslima löndum að vestrænar konur  íklæðist  hijab,  til að virða  siði  þess lands sem þær eru staddar í.  Á heimasíðu stæðsta netfyrirtækis sem framleiðir þessar slæður kemur fram að IKEA hefur láti hanna hijab slæður fyrir "starfskonur" sínar.  Er þetta heillavænleg þróun eða hafði Shakespire gamli rétt fyrir sér. Skal sinn siður fylgja landi hverju?

 

Sjá Ikea slæðurnar hér: 

http://www.thehijabshop.com/?press


mbl.is Deilt um höfuðslæður múslímakvenna á danska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tinky Winky og handtaskan

Þetta er auðvitað bara fyndið.  Nú má aumingja Tinky hinn fjólublái ekki bera handtösku. Það er svo hommalegt.  Í yfirlýsingu frá pólska umboðsmanni barna segir að talið sé að Tinky sé karlkyns. Hvernig er hægt að vera hvorukyns hommi?

Ég þarf endilega að rifja upp með mömmu hvaða leikföng ég lék með þegar ég var stelpa. Nema kanski það sé Rannveigu og Krumma að þakka að ég er samkynhneigð...hummm.. 

 

Þetta er svo sem ekki ný hugmynd hér er margra ára gömul frétt á BBC News sem Frú Sowinska hefur örugglega rekist á:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment/276677.stm

 


mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða öld er í Moskvu?

Það er skelfilegt að sjá fréttir eins og þessa.  Árið er 2007 og
þeir telja sig til vestrænna þjóða.  Ekki nóg með að
mótmælafundurinn hafi verið bannaður, heldur er grimd lögreglunnar
óhugguleg.  Þetta hér er talandi dæmi um fávísa og illa uppfrædda
þjóð. 
mbl.is Þingmenn handteknir á baráttufundi samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjónaband eða ekki!

Jæja, mér finnst vera komin tími til að víkja frá skrifum um myndun ríkisstjórnar þetta er í flottum farvegi hvort sem er og ég þegar búin að gera mínar getgátur að því hverjir verða ráðherrar.

Rétt fyrir kosningar stýrði ég fundi fyrir Samtök 78 þar sem fulltrúar allra flokka tjáðu sig um málefni samkynhneigðra. Þar kom fram eins og áður hefur komið fram að fullur vilji er hjá öllum flokkum til þess að veita trúfélögum heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Fulltrúar allra flokka studdu þá hugmynd að Alþingi tæki af skarið og veitti slíka heimild.  Þetta eru mál sem þarf verulega að skoða á komandi kjörtímabili.

Á nýafstaðinni prestastefnu kom fram að 42 prestar og guðfræðingar innan þjóðkirkjunnar lýstu sig opinberlega tilbúna til að gefa samkynhneigða í hjónaband.  Það fjölgar í þessum hópi sem betur fer en á sama tíma fækkar okkur sem áður fylgdum þjóðkirkjunni að málum.  Mörg okkar erum búin að fá upp í kok og höfum sagt skilið við Biskup og kirkjuna þá ekki hafi trúin orðið þar eftir.

Nú nýverið heyrði ég af konu sem leitaði til síns prests með ráð þar sem hún hafði tekið þá ákvörðun að skilja við manninn sinn og upplifa sannleikann um sjálfa sig. þ.e. eins og kallað er að koma út úr skápnum. Klerksins ráð voru þau að bæla ÞESSAR tilfinningar áfram og halda sig í hjónabandinu. S.s. lifa áfram í falshjónabandi og ljúga að mönnum en ekki guði því hann sér allt!  Það er 2007, hvað er að og hvurs lags ráð eru þetta?  Er hægt að sækja sálarþjónustu til sjálfskipaðra þjóna Guðs sem túlka umburðarlyndi hans á þennan hátt?

Nei, eftir mörg ár í voninni um breyttar áherslur kirkjunnar þá segi ég, sínum ekki biðlund lengur og látum ekki þjóðkirkjuna ráða ferðinni hjá öðrum trúfélögum.  Þau eiga að fá að ráða sjálf og það sem meira er: Löggjöfina til lögjafavaldsins.  Hjónabandið til sýslumanns og megi kirkjan svo blessa okkur öll.


Starfsheitið skiptir öllu máli!

mom-baby-work

Ég fékk þessa frábæru frásögn senda frá frænku í ameríkunni og bara varð að snara henni yfir á íslenskuna þar sem sagan er verulega góð að mínu mati.

Ung kona var að endurnýja ökuskirteinið sitt á lögreglustöðinni og þjónustufulltrúinn spyr hana um starfsheiti. Konan hikar, óviss um hvernig hún eigi að skilgreina starfsheiti sitt. Þjónustufulltrúin spyr aftur: "Ertu með starfsheiti eða ertu bara…?  "Aðvitað hef ég starf segir konan þá, ég er móðir".  Við skráum nú það ekki sem starfsheiti en ég get svo sem sett, 'húsmóðir' sagði þjónustufulltrúinn og það vottaði fyrir samúð í röddinni. 

Nokkrum vikum seinna var sama kona í svipaðri aðstöðu en núna á bæjarskrifstofunni.  Fulltrúinn, greinilega "career" kona spyr um starfsheiti.  Eitthvað fékk ungu konuna til að svara snögg að bragði,   "Ég er verkefnastjóri á sviði uppeldis- og mannlegra samskipta."   Fulltrúin hikaði eins og hún hefði ekki heyrt titilinn og konan endurtók hægt og rólega.  Fulltrúin skrifaði tiltilinn og einhvernvegin breyttist viðmótið á örstundu.  "Mætti ég spyrja þig hvað þú gerir í starfi þínu", sagði hún greinilega með nýjum áhuga.


Yfirveguð svaraði unga konan að bragði; "Ég stunda langtíma rannsóknir á mínu sviði (Hvaða móðir gerir það ekki?) bæði innan rannsóknarstofunnar og á vettvangi, (venjulega kallað bæði inni og úti).  Ég hef þegar fengið fjórar viðurkenningar fyrir störf mín (s.s. fjórar dætur).  Þetta starf er eitt af þeim mest krefjandi á mannúðarsviði (Er einhver mamma ósammála?).Vinnudagurinn hjá mér fer aldrei niður fyrir 14 tíma (24 tímar eru nær því).Starfið mitt er mun meira krefjandi en flest störf á sviði viðskipta en launin eru ánægja meira en fjárhagsleg. Einhver ný virðing var í rödd fulltrúans, hún kláraði að fylla út skjalið og stóð svo upp og fylgdi ungu konunni að dyrunum, opnaði þær fyrir hana og kvaddi.


Þegar konan ók inn innkeyrsluna heima hjá sér uppveðruð af þessum nýja heillandi "career" fögnuðu henni við heimkomuna þrír aðstoðamenn verkefnisins þ.e. á aldrinum 13, 7 og 3ja ára.  Uppi á efri hæðinni heyrðist í nýjasta tilraunamódelinu (6 mánaða) í verkefninu.
Henni leið eins og hún hefði skorað stórt í skriffinnskuveldi kerfisins og var nú skráð innan kerfisins mun virðulegri en "bara ein mamman enn".
Móðurhlutverkið! Þvílíkur ferill og sérstaklega þegar svona virðulegur titill er komin á skrifstofuhurðina (útidyrnar).

Hér vinnur:

Jóna Jónsdóttir

Verkefnastjóri á sviði uppeldis- og mannlegra samskipta.


Næsta síða »

Um Madditt

Svanfríður Lár
Fjallar um eitt og annað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.